top of page
Mireya Samper
Mireya Samper lærði myndlist í Mynd-og Handíðaskóla Íslands sem og í listaháskólanum í Marseille, Frakklandi, hvar hún tók bæði BA próf og meistaragráðu. Hún hefur sýnt skúlptúra, innsetningar, málverk og útilistaverk um heim allan, meðal annars í Frakklandi, Japan, Indlandi og Íslandi. Hún hefur einnig unnið við kvikmyndagerð, heimildamyndagerð og sjónvarpsmyndir. Mireya stofnaði og stjórnar listahátíðinni Fresh Winds Art Festival sem á sér stað í Suðurnesjabæ annað hvert ár og hlaut Eyrarrósina árið 2018. Nýverið var Mireya heiðruð af Menntamálaráðherra Frakklands með æðstu orðu frakka á sviði lista og bókmennta L’ordre des Arts et des Lettres.
bottom of page