top of page
Gabríela Friðriksdóttir (1971) vinnur gjarnan þvert á listform inn í innsetningar, þar sem óhefðbundinn efniviður sameinast listmiðlum eins og teikningum, málverki, skúlptúr og hreyfimyndum. Í verkunum birtast jafnan súrreal-ískir smáheimar í einstöku myndmáli á mörkum náttúru og draumkenndrar fantasíu í stöðugum umskiptum, með vísanir í táknfræði og andleg kerfi sem framsett eru í hennar eigin goðafræði.
bottom of page