Sýning Bjarna “Tóra” í Portfolio gallerí er tvískipt, annarsvegar er veðurhamur honum hugleikin. Einskonar holdbirting andrúmsins, birtuspil ljóss og skugga sem brotnar þegar síbreytileg veðurorkan rekst á bein og skinn jarðar og sjór og himinn hverfast saman í ólgandi skinn hjúp eða skiljast að í hárfínni lita skerpu. Úr verður líkamning veðurs og lands.
Hinsvegar eru verk sem tengjast erótískum blæbrigðum holdsins varpað fram með munaðarfullum efnistökum og djarfri litbeitingu.
Það sem tengir seríurnar saman er miðja eða einskonar gat þar sem efnismiklar pensilstrokurnar dansa í kring. Þessi miðja hefur vísun í birtu, op eða gat í skýjamassanum sem stundum umlykur Snæfellsjökul þá er talað um að tóra sé yfir jökli og lesa menn til veðurs útfrá því. Tóra er því sú opnun sem verður á holdguðum himni yfir hátindi lands að lestur getur átt sér stað í hold heimsins.